Sunday, January 30, 2011

A glance at blows

Ég las greinina A glance at blows sem er skrifuð af David Bordwell og fjallar um mismunandi aðferðir við gerð bardagaatriða. Meistari Bordwell er aðdáandi asískra hasarmynda og heldur því fram að bardagamyndir frá Japan og Hong Kong séu jafnmikilvægar kvikmyndagerðinni og sovéska montage stefnan. Hann lýsir því hvernig vel útfærð bardagaatriði fá mann stundum til að hlæja, ekki útaf einhverju fyndnu, heldur í einhvers konar „sigurgleði“ eða dirfsku af hálfu söguhetjunnar (það þekkja þetta allir held ég, frekar erfitt að lýsa nákvæmlega af hverju þetta gerist). Þess vegna er hann svekktur yfir því að upp úr 1980 fóru leikstjórar að breyta yfir í meira „bumpy“ stíl þar sem það er klippt mega hratt og enginn sér hvað er að gerast og nefnir hann leikstjórana Roger Spottiswoode og Michael Bay sem helstu sökudólgana fyrir þessu trendi. Eitt besta dæmið um mynd sem þjáist af þessu trendi er Bourne serían. Ég man vel eftir því þegar mamma sá fyrstu myndina og sagði mér hvað hún eiginlega skildi varla bardagaatriðin því það var svo hratt klippt og myndavélin var bara út um allt.


Skoðum samt bardagaatriði með besta hasarleikara samtímans, Jason Statham.
Í fyrstu Transporter myndinni, sem kom út árið 2002 og er leikstýrð Yuen Kwai, er snefill af gamla skólanum sem Bordwell hrífst af. Þar er atriði þar sem Statham er mættur ber að ofan og vel blóðugur að niðurlægja nokkra vesalinga á verkstæði. (fann bara eitt myndband með þessu atriði og það virkar ekki að linka beint á það, en það er byrjar á 2:00 hér http://www.youtube.com/watch?v=-o5uKksR6EU )

Aftur á móti er strax allt annar fílingur í Transporter 3, sem kom út aðeins 6 árum síðar og er leikstýrð af Olivier Megaton. Þar er klippt 4-5 sinnum á sekúndu, allt virkar mjög ruglandi og það er erfiðara að fylgjast með. 




Þótt það sé mikill klassi yfir Transporter 3 atriðinu (jakkinn og allt það) er ég sammála Bordwell um að hinn stíllinn er flottari og skemmtilegri að fylgjast með.

Í greininni spyr hann sig hver ástæðan fyrir þessari þróun sé. Hann telur upp nokkrar mögulegar ástæður, t.d. hræðsla við ritskoðun eða þá að það sé verið að reyna að sýna að slagsmál séu svona ruglingsleg í alvöru. Það má vel vera að það gildi um meðalmanninn, eins og Bordwell bendir á, en í kvikmyndunum eru söguhetjurnar þjálfaðir bardagamenn. Skilningarvit þeirra eru skörp og þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Þetta stangast eiginlega á og ég persónulega verð stundum pirraður við að horfa á svona atriði því mér finnst ég vera að missa af atriðinu í heild sinni þegar maður sér bara brot af öllu sem gerist.

Mér finnst flottust bardagaatriðin sem eru tekin í einni samfelldri töku þar sem maður sér allt sem gerist og þau eru líka svo raunveruleg fyrir vikið, t.d. langa atriðið á ganginum í Oldboy. Að lokum er hér eitt atriði úr 300:


1 comment:

  1. Góð færsla. Flott klippa úr Transporter 3 (ekki alveg jafn ýkt og asnaleg og senan í lestinni sem ég sýndi ykkur, og kemur hugmyndinni eiginlega betur til skila). 7 stig.

    ReplyDelete