Friday, December 3, 2010

The Room (2003)

The Room kom út árið 2003 og er frumraun leikstjórans Tommy Wiseau. Hann er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar og fer líka með aðalhlutverkið. Aðalpersónan heitir Johnny og er hann vel stæður bankamaður sem er hann trúlofaður unnustu sinni, Lisu. Johnny trúir að allt leiki í lyndi en Lisa er ekki mjög spennt yfir brúðkaupinu og segir við vinkonu sína og móður að henni finnist hann leiðinlegur. Þá flækjast málin því besti vinur Johnny, Mark, á í leynilegu ástarsambandi við Lisu og þá hefjast gífurlegar dramafléttur.


Myndin er fyrst og fremst fræg fyrir að vera líklega ein versta mynd allra tíma. Leikarar myndarinnar eru mjög ósannfærandi og lélegir í alla staði. Þrátt fyrir það nær myndin að fara heilan hring og verður í raun bráðfyndin. Hún er það léleg að hún er betri en flestar grínmyndir sem ég sé í bíóum í dag. Sem dæmi er hér hið fræga blómabúðaratriði:



Við gerð myndarinnar lýsti Tommy Wiseau myndinni við alla leikarana sem melódramatískri en eftir í seinni tíð heldur hann fram að hún sé svört kómidía, líklega til að bjarga andlitinu sínu. The Room er svokölluð cult mynd og er myndin sýnd einu sinni í mánuði í bíóhúsi í Hollywood þar sem áhorfendur myndarinnar kunna línurnar utanað og kalla þær jafnóðum þegar leikarnarnir fara með þekkta frasa. Til dæmis er eitt atriði í myndinni skreytt með undarlegum myndum af skeiðum svo í hverju atriði með því herbergi kasta allir áhorfendur skeiðum eins og brjálæðingar í átt að tjaldinu. Það má sjá hér:





Til gamans má geta að Tommy Wiseau eyddi yfir 6 milljónum bandaríkjadala við gerð myndarinnar án neinnar utanaðkomandi hjálpar. Enginn veit í raun og veru hvernig hann safnaði þessum upphæðum en eina sem hann hefur gefið upp er að hann flutti inn leðurjakka frá Kóreu.


Það er heill hellingur af fáránlega illa gerðum atriðum í The Room og mörg hafa náð miklum vinsældum á netinu (t.d. er ein frægasta lína myndarinnar „You‘re tearing me apart, Lisa!“ sem Tommy segir með óaðfinnanlegum tilþrifum). Sem dæmi um enn fleiri léleg vinnubrögð þá á einn leikarinn í einu atriði að öskra „Johnny!“, en segir óvart „Tommy!“ sem er að sjálfsögðu alvöru nafn meistara Wiseau. Þeir nenntu greinilega ekki að laga þetta og eru þessi mistök í endanlegri útgáfu The Room. Auk þess eru mjög mörg atriði dubbuð en það tekst nánast aldrei vel upp og maður sér greinilega að munnurinn hreyfist ekkert í takt. Annars er hér eitt frægasta atriðið úr myndinni sem allir verða að sjá:





The Room er hræðileg mynd en samt yfirburða skemmtun. Það er gaman að spá í öllum villunum í handritinu og erfiðleikum leikaranna við að lifa sig inn í hlutverkið sitt. Mæli hiklaust með henni.

1 comment:

  1. Nemendur mínir í 5.A voru einmitt að benda mér á þessa um daginn, en hún hafði alveg farið framhjá mér þangað til. Ég hef bara séð sumar þessar youtube-klippur, en þetta er klárlega algjör snilld (og greinilegt að hljóðið í nánast öllum samtölunum er tekið upp eftir á).

    6 stig.

    ReplyDelete