Sunday, September 26, 2010

Maraþonmynd

Ég, Örn, Ármann og Villi vorum saman í hóp og gerðum maraþonmynd eftir gamalli hugmynd sem ég og Örn höfðum síðan úr grunnskóla. Þemað okkar var þó hatur en lögðum það eiginlega til hliðar því við vildum nota upphaflegu hugmyndina. Í grófum dráttum fjallar plottið um mann sem „stalkar“ annan gæja með því að birtast á ýmsum stöðum og gæða sér á kartöfluflögum á meðan hann fylgist grannt með honum úr fjarlægð.
                Til að byrja með þurftum við að ákveða upptökustað. Okkur fannst ágæt hugmynd að hafa upphafssenuna í Hallgrímskirkju og láta Ármann þá labba út úr kirkjunni og svo niður Skólavörðustíginn en ef ég man rétt var jarðaför í kirkjunni svo við völdum Iðnskólann í staðinn. Við eyddum líklega hátt í 30 mínútum í að skoða myndavélina og rifja upp allar stillingarnar áður en við tókum fyrstu senuna. Það voru allir að pota og krukka í hinum og þessum tökkum en það rifjaðist flest upp að lokum. Við vorum reyndar ekki alveg klárir á hvernig lýsingin kom út og vorum ekki nógu öruggir á White Balance dótinu og varð það til þess að fyrstu tvær tökurnar í myndinni voru aðeins dekkri en restin, eftir að við fiktuðum meira í stillingunum.
                Svo hófu tökurnar loksins af alvöru og við létum Villa klifra nokkrum sinnum á þök (mjög hættulegar senur, Villi á skilið mikið kredit!) en þegar við vorum komnir með gott tempó þá varð veðrið alveg vangefið og það rigndi eins og enginn væri morgundagurinn. Við þrjóskuðumst þó eitthvað áfram og skýldum myndavélinni með jökkunum okkar en flúðum svo inn í bíl þegar það varð alveg brjálað. Eftir að við keyrðum í heilar þrjátíu sekúndur á Vitabar fyrir börger stytti svo skyndilega upp svo að nýttum tækifærið og fórum aftur til baka til að taka upp restina af myndinni.
                Þegar við kláruðum svo myndina fengum við okkur svo sveittan börger og þá tók við eina eftirvinnslan sem var í boði, tónlistin. Snúran sem var notuð til að tengja ipod við myndavélina gufaði víst upp svo að við þurftum að rúnta í Garðabæinn til bekkjarbróður okkar eftir eins snúru en ég man lítið eftir því því ég var ekki með fullri meðvitund sökum þreytu. Þá tók við ennþá meira vesen því okkur tókst ekki að fá myndavélina til að play-a þegar við ætluðum að dubba en það vandamál leystist sem betur fer. Þetta var langur og krefjandi dagur en langt frá því að vera leiðinlegur enda er virkilega gaman að taka upp kvikmynd.

1 comment: