
Hvað varðar myndina sjálfa og söguþráðinn þá fannst mér hún áhugaverð í heildina en ekki alveg nógu grípandi á köflum. Það voru nokkur atriði þar sem ég byrjaði að hugsa um eitthvað allt annað því það var svo lítið að gerast en það gerðist sem betur fer ekki oft. Maður er svo vanur nútímakvikmyndagerð að langar senur með löngum samtölum (og svart-hvíti liturinn gerir það pínu meira dull) ná ekki alltaf að halda athygli minni en ég skil alveg að á þeim tíma sem myndin er gerð var þetta mun eðlilegra svo ég ætla nú ekkert að setja mikið út á það.

Það voru nokkrir aðrir gallar sem pirruðu mig pínu eins og í atriðinu þegar Kane kallar á eftir Gettys í stigaganginum heima hjá Susan þá er hljóðið greinilega ekki í sync við hann sjálfan. Nú er ég ekki nógu fróður um tæknina á þessum tíma en ég ætla bara að gera ráð fyrir því að Welles hefði lagað þetta ef hann gæti. Nú er ég búinn að setja smá út á tæknilega galla myndarinnar sem er tæplega 70 ára gömul þannig að ég skal bæta aðeins úr því. Mér fannst eitt atriði mjög flott og það var þegar Kane og félagar hans voru að horfa á ljósmynd inn um glugga af mönnum sem sátu saman og svo þegar maður hélt að þetta væri bara ljósmynd var klippt yfir þar sem þeir stóðu skyndilega upp og voru þá allir í veislu vegna velgengni Kane. Þetta var gert svo áreynslulaust að það kom mér vel á óvart fyrir svo gamla mynd þar sem þetta trick er ekki gert mikið betur í dag. Það voru fleiri atriði sem mér fannst flott og þá sérstaklega myndatakan en mér dettur ekki neitt sérstakt í hug einmitt nú.
Í heildina fannst mér Citizen Kane temmilega góð mynd þó að ég set hana á ekki jafnháan stall og flest kvikmyndagúru gera en ég skil samt vel af hverju hún þykir meistaraverk síns tíma.