Micmacs kom út árið 2009 og er nýjasta mynd franska leikstjórans Jean-Pierre Jeunet hefur m.a. gert myndirnar Amélie og The City of Lost Children. Micmacs fjallar um meðaljóninn Bazil sem vinnur í myndbandaleigu og verður fyrir því óhappi að í skotárás nálægt honum flaug ein kúlan á mjög ólíklegan hátt beint í hausinn hans. Hann lifir það af en missir í kjölfarið starfið sitt og íbúð. Á götunni hittir hann gamlan mann sem kynnir honum fyrir hópi fólks sem býr saman í einhvers konar scrapyard (vantar íslenska orðið, skrapahaugur?). Bazil, með hjálp þeirra, hefnir sín svo á tveimur risafyrirtækjum sem framleiða hervopn sem hafa eyðilagt líf hans.
Mér fannst líka sniðugt hvernig þeir sýndu hvað fólk var að hugsa með því að sýna zoomað skot af enni einhvers og svo sá maður inní enninu hvað sá átti að vera að hugsa. Þetta trikk hefur pottþétt verið notað áður en það var vel gert í myndinni og nauðsynlegt fyrir endi myndarinnar (sem er ansi góður).
Myndin var í heildina góð þótt það voru nokkrir dauðir kaflar þar sem hún virkaði pínu langdregin. Leikararnir voru allir góðir, kannski sérstaklega liðuga stelpan sem gat komið sér fyrir nánast alls staðar. Mæli samt með myndinni, fínasta skemmtun.